PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
   sun 08. september 2024 14:30
Brynjar Ingi Erluson
Aston Villa reyndi að fá liðsfélaga Hákonar
Mynd: EPA
Ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano greinir frá því að enska félagið Aston Villa reyndi að fá kanadíska sóknarmanninn Jonathan David frá Lille í sumar.

Villa átt í beinum samskiptum við Lille vegna hins 24 ára gamla David, en ekki náðist samkomulag um kaupverð.

Sóknarmaðurinn verður samningslaus á næsta ári en Villa er ekki eina félagið sem er að skoða hann. Leikmaðurinn hefur sjálfur staðfest að hann sé í viðræðum við Lille um nýjan samning, en ef þær viðræður ganga ekki upp mun franska félagið líklegast reyna að losa sig við hann í janúar.

Samkvæmt Sky hafa Chelsea, Manchester United, Tottenham Hotspur og West Ham United einnig áhuga.

David hefur skorað 87 mörk og gefið 20 stoðsendingar í 190 leikjum sínum með Lille.
Athugasemdir
banner
banner