PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
Ásta Eir: Það væri bara mjög mikill skandall
Elísa Viðars: Maður þekkir þær eins og handarbakið á sér
Adda: Ég held að það hafi meira verið í fjölmiðlum og annað
Dagur í lífi Jasmínar - Fótbolta'ick' og skrautlegur golfhringur
„Ef ekki, þá þurfum við bara sem land að líta inn á við"
Jökull: Það hefur aldrei neitt svoleiðis verið nefnt
Hilmar Árni: Stemningsmaður og hefur gaman af lífinu
Jón Þór: Við vorum klaufar
Túfa: Erum að fara í gegnum mikið mótlæti
Tarik: Væri til að spila við þá í hverjum leik
Arnar Gunnlaugs: Virðist allt stefna í draumaúrslitaleikinn
Haddi: Ef það á að vera gaman að keyra heim, verðum við að vinna
Rúnar Páll: Maður er orðinn góður í því að fara með sömu tugguna
Stubbur: Það væri gaman að vinna þrefalt
Óðinn skoraði í sínum fyrsta leik: Ég hafði alltaf trú á því að ég myndi skora
Rúnar: Ég er drullufúll út í okkur í dag
Óskar Hrafn: Ein besta frammistaða sem ég hef séð Benó eiga í KR treyju
Anton Ari: Hundleiðinlegt að segja þetta en það er dagsatt
Benoný Breki með fernu: Alltaf gaman að fá að taka fótboltann heim
Eyjólfur Héðins: Hafði það ekki á tilfinningunni
   sun 08. september 2024 17:02
Haraldur Örn Haraldsson
Maggi: Þetta er bara aldrei vítaspyrna
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Svekkur að sjálfsögðu. Ég er ekki ánægður með leikinn hjá okkur, hann var ekki nógu góður, við vorum ekki nógu grimmir. Ég verð að taka það á mig, virðist vera að ég hafi ekki undirbúið liðið nógu vel. Ég tek það bara á mig verð gerðum vissa hluti ekki nógu vel og því fór sem fór. Þeir voru grimmari en við og það á ekki að sjást þannig ég held að það hafi bara skilað því í dag."


Lestu um leikinn: Fjölnir 2 -  0 Afturelding

Sagði Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar en liðið hans tapaði fyrir Fjölni 2-0 í dag. Afturelding var ekki búið að tapa 6 leiki í röð fyrir þennan leik og eru í mikilli baráttu um að fara upp um deild. Tap hér í dag þegar það er bara einn leikur eftir var því ekki æskilegt.

„Alltaf slæmt að tapa og og jú slæmt að tapa í dag. En það er nóg eftir, við eigum leik á móti ÍR í næstu viku þar sem við erum með örlögin í okkar höndum. Við þurfum bara að gíra okkur upp, vera klárir þar og vinna þann leik og ná sömu frammistöðu sem við höfum sýnt í síðustu leikjum, og við munum gera það, ekki spurning. Þannig að það er bara það sem er efst í huga núna, við þurfum bara að gíra okkur upp og vera klárir í næsta leik."

Fjölnir fékk víti í lok fyrri hálfleiks þar sem þeir skoruðu sitt annað mark. Vítaspyrnu dómurinn er heldur betur umdeildur og Magnús var ekki sáttur.

„Þetta er bara aldrei vítaspyrna, og það sjá það allir sem vilja sjá að þetta er aldrei vítaspyrna. Þú getur skoðað það og dæmt um það sjálfur en í okkar huga er þetta aldrei vítaspyrna. Þetta er stórt móment í leiknum, eitt mark á milli eða tvö mörk á milli, það skiptir miklu máli. Það er þægilegra fyrir Fjölni að fara með tveggja marka forystu heldur en eins marks forystu inn í hálfleikinn. Þannig að það er enginn spurning að þar vorum við illa sviknir. Því miður þá er þetta risa stór dómur og hann fellur þeirra megin."

Jökull Andrésson og Bjarni Páll Linnet Runólfsson voru hvorugir með liðinu í dag en þeir voru þó ekki meiddir.

„Þeir eru bara báðir á fæðingardeildinni, og ég vil bara nota tækifærið til að óska þeim til hamingju. Bjarni og Kristín eignuðust son í morgun og Jökull var síðast þegar ég vissi á fæðingardeildinni í talsvert mikilvægari hlutverki heldur en þessum leik hérna.  Þannig ég vil bara senda hamingjuóskir, erum að stækka Aftureldingar fjölskylduna sem er frábært. Ég held þetta sé líkast til heimsmet að vera með 10% af hópnum á fæðingardeildinni á leikdegi. Magnað hvernig það raðast allt saman, en það er bara eins og það er. Arnar kom inn í markið og stóð sig frábærlega, átti mjög góðan leik. Það var ekki hans sök að það fór sem fór í dag, við vorum ekki nógu beittir fram á við. En hamingjuóskir á þau og að sjálfsögðu eru þeir staddir þar en ekki hérna þegar svona stendur á."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner