Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
banner
   sun 08. september 2024 17:02
Haraldur Örn Haraldsson
Maggi: Þetta er bara aldrei vítaspyrna
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Svekkur að sjálfsögðu. Ég er ekki ánægður með leikinn hjá okkur, hann var ekki nógu góður, við vorum ekki nógu grimmir. Ég verð að taka það á mig, virðist vera að ég hafi ekki undirbúið liðið nógu vel. Ég tek það bara á mig verð gerðum vissa hluti ekki nógu vel og því fór sem fór. Þeir voru grimmari en við og það á ekki að sjást þannig ég held að það hafi bara skilað því í dag."


Lestu um leikinn: Fjölnir 2 -  0 Afturelding

Sagði Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar en liðið hans tapaði fyrir Fjölni 2-0 í dag. Afturelding var ekki búið að tapa 6 leiki í röð fyrir þennan leik og eru í mikilli baráttu um að fara upp um deild. Tap hér í dag þegar það er bara einn leikur eftir var því ekki æskilegt.

„Alltaf slæmt að tapa og og jú slæmt að tapa í dag. En það er nóg eftir, við eigum leik á móti ÍR í næstu viku þar sem við erum með örlögin í okkar höndum. Við þurfum bara að gíra okkur upp, vera klárir þar og vinna þann leik og ná sömu frammistöðu sem við höfum sýnt í síðustu leikjum, og við munum gera það, ekki spurning. Þannig að það er bara það sem er efst í huga núna, við þurfum bara að gíra okkur upp og vera klárir í næsta leik."

Fjölnir fékk víti í lok fyrri hálfleiks þar sem þeir skoruðu sitt annað mark. Vítaspyrnu dómurinn er heldur betur umdeildur og Magnús var ekki sáttur.

„Þetta er bara aldrei vítaspyrna, og það sjá það allir sem vilja sjá að þetta er aldrei vítaspyrna. Þú getur skoðað það og dæmt um það sjálfur en í okkar huga er þetta aldrei vítaspyrna. Þetta er stórt móment í leiknum, eitt mark á milli eða tvö mörk á milli, það skiptir miklu máli. Það er þægilegra fyrir Fjölni að fara með tveggja marka forystu heldur en eins marks forystu inn í hálfleikinn. Þannig að það er enginn spurning að þar vorum við illa sviknir. Því miður þá er þetta risa stór dómur og hann fellur þeirra megin."

Jökull Andrésson og Bjarni Páll Linnet Runólfsson voru hvorugir með liðinu í dag en þeir voru þó ekki meiddir.

„Þeir eru bara báðir á fæðingardeildinni, og ég vil bara nota tækifærið til að óska þeim til hamingju. Bjarni og Kristín eignuðust son í morgun og Jökull var síðast þegar ég vissi á fæðingardeildinni í talsvert mikilvægari hlutverki heldur en þessum leik hérna.  Þannig ég vil bara senda hamingjuóskir, erum að stækka Aftureldingar fjölskylduna sem er frábært. Ég held þetta sé líkast til heimsmet að vera með 10% af hópnum á fæðingardeildinni á leikdegi. Magnað hvernig það raðast allt saman, en það er bara eins og það er. Arnar kom inn í markið og stóð sig frábærlega, átti mjög góðan leik. Það var ekki hans sök að það fór sem fór í dag, við vorum ekki nógu beittir fram á við. En hamingjuóskir á þau og að sjálfsögðu eru þeir staddir þar en ekki hérna þegar svona stendur á."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner