Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   sun 08. september 2024 21:12
Hilmar Jökull Stefánsson
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Lengjudeildin
Venni var að vonum svekktur eftir 2-3 tap Þróttar gegn Leikni á heimavelli
Venni var að vonum svekktur eftir 2-3 tap Þróttar gegn Leikni á heimavelli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sigurvin Ólafsson, eða Venni eins og hann er gjarnan kallaður, var eðlilega ekkert hoppandi kátur með 2-3 tap sinna manna gegn Breiðhyltingum í Leikni í dag. Tapið þýðir að Þróttur er alfarið úr leik í keppninni um umspilssæti fyrir Bestu deildina.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  3 Leiknir R.

Fyrstu viðbrögð eftir leik?

„Auðvitað eins og alltaf, svekktur að tapa.“



Þróttarar voru betri fyrstu 20 mínúturnar, skapa sér meira, halda betur í boltann o.s.frv. Hvað gerist eiginlega eftir að Leiknir kemst yfir?

„Fótboltinn er skrýtin skepna. Ég er bara mjög ánægður með okkur fyrstu 15/20 mínúturnar, bara frábær pressa, búum til fullt af stöðum og ágætis hálffæri. Í raun var ekkert að frétta hjá Leikni á þeim tíma og kannski svekkjandi að ná ekki að nýta sér fyrstu 20 með marki. Virtist vera svolítið högg í magann að fá þetta fyrsta mark á okkur og þessi kafli bara gerir út um þennan leik fyrir okkur. Þrjú mörk á 6/7 mínútum sem sýnir bara hvað fótboltinn er magnaður. Þetta féll með þeim á þeim tíma og þá erum við skyndilega komnir með bakið, ekki bara upp við vegg, heldur inn í eitthvað annað herbergi. Við eyddum restinni af hálfleiknum í að ná jarðtengingu og svo höfðu menn trú á að reyna að koma sér aftur inn í þetta og ég er stoltur af strákunum með okkar leik í seinni hálfleiknum.“



Það var alltaf veik von fyrir þennan leik, að sigur myndi halda Þrótti í baráttu um umspil, en til þess hefðu úrslit annarra leikja þurft að vera Þrótturum hagstæð. Hvaða skilaboð kom Venni með inn í leikmannahópinn í hálfleik?

„Skilaboðin voru aðallega að ef að Leiknir getur skorað þrjú mörk á sex mínútum þá hljótum við að geta gert það líka. Miðað við hvernig seinni hálfleikur æxlaðist þá hefðum við getað skorað átta mörk, en við skorum bara tvö. Þetta var alveg móment fyrir okkar lið að koðna og leggja árar í bát en það var alls ekki þannig bragur á liðinu í seinni hálfleik. Við vorum að stýra ferðinni og skapa haug af færum.“



Þróttur gerði þrefalda breytingu í hálfleik og Venni talaði um að þeir hefðu getað skorað 8 mörk í seinni hálfleik. Þá skoraði einn varamannana, hann Viktor Andri Hafþórsson, tvö mörk, sem bæði voru dæmd af vegna rangstöðu.

„Ég er ekki búinn að sjá fyrra skiptið en seinna skiptið var mjög tæpt. Að lokum þá skiptir það samt ekki máli og ég get ekki tuðað yfir því, leikurinn fór 3-2 og því verður ekki breytt.“

Viðtalið í heild sinni, má sjá í spilaranum hér að ofan.
















Athugasemdir