Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   sun 08. september 2024 21:12
Hilmar Jökull Stefánsson
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Lengjudeildin
Venni var að vonum svekktur eftir 2-3 tap Þróttar gegn Leikni á heimavelli
Venni var að vonum svekktur eftir 2-3 tap Þróttar gegn Leikni á heimavelli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sigurvin Ólafsson, eða Venni eins og hann er gjarnan kallaður, var eðlilega ekkert hoppandi kátur með 2-3 tap sinna manna gegn Breiðhyltingum í Leikni í dag. Tapið þýðir að Þróttur er alfarið úr leik í keppninni um umspilssæti fyrir Bestu deildina.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  3 Leiknir R.

Fyrstu viðbrögð eftir leik?

„Auðvitað eins og alltaf, svekktur að tapa.“



Þróttarar voru betri fyrstu 20 mínúturnar, skapa sér meira, halda betur í boltann o.s.frv. Hvað gerist eiginlega eftir að Leiknir kemst yfir?

„Fótboltinn er skrýtin skepna. Ég er bara mjög ánægður með okkur fyrstu 15/20 mínúturnar, bara frábær pressa, búum til fullt af stöðum og ágætis hálffæri. Í raun var ekkert að frétta hjá Leikni á þeim tíma og kannski svekkjandi að ná ekki að nýta sér fyrstu 20 með marki. Virtist vera svolítið högg í magann að fá þetta fyrsta mark á okkur og þessi kafli bara gerir út um þennan leik fyrir okkur. Þrjú mörk á 6/7 mínútum sem sýnir bara hvað fótboltinn er magnaður. Þetta féll með þeim á þeim tíma og þá erum við skyndilega komnir með bakið, ekki bara upp við vegg, heldur inn í eitthvað annað herbergi. Við eyddum restinni af hálfleiknum í að ná jarðtengingu og svo höfðu menn trú á að reyna að koma sér aftur inn í þetta og ég er stoltur af strákunum með okkar leik í seinni hálfleiknum.“



Það var alltaf veik von fyrir þennan leik, að sigur myndi halda Þrótti í baráttu um umspil, en til þess hefðu úrslit annarra leikja þurft að vera Þrótturum hagstæð. Hvaða skilaboð kom Venni með inn í leikmannahópinn í hálfleik?

„Skilaboðin voru aðallega að ef að Leiknir getur skorað þrjú mörk á sex mínútum þá hljótum við að geta gert það líka. Miðað við hvernig seinni hálfleikur æxlaðist þá hefðum við getað skorað átta mörk, en við skorum bara tvö. Þetta var alveg móment fyrir okkar lið að koðna og leggja árar í bát en það var alls ekki þannig bragur á liðinu í seinni hálfleik. Við vorum að stýra ferðinni og skapa haug af færum.“



Þróttur gerði þrefalda breytingu í hálfleik og Venni talaði um að þeir hefðu getað skorað 8 mörk í seinni hálfleik. Þá skoraði einn varamannana, hann Viktor Andri Hafþórsson, tvö mörk, sem bæði voru dæmd af vegna rangstöðu.

„Ég er ekki búinn að sjá fyrra skiptið en seinna skiptið var mjög tæpt. Að lokum þá skiptir það samt ekki máli og ég get ekki tuðað yfir því, leikurinn fór 3-2 og því verður ekki breytt.“

Viðtalið í heild sinni, má sjá í spilaranum hér að ofan.
















Athugasemdir
banner