City og Real með augu á Olise - Bentancur að framlengja við Tottenham - Saka fær launahækkun
Guðni Eiríks: Skortur á fókus
Thelma Karen: Það verður fróðlegt að sjá sendingarhlutfallið
Arnar: Hver hefði trúað því eftir Kósovó leikina?
Álfhildur Rósa: Við samgleðjumst honum heldur betur
Einar Guðna: Þetta var þroskuð frammistaða
Nik: Aðal fókusinn er Breiðablik
Óli Kristjáns: Þetta snerist ekkert um það
Segir þetta varla gerast súrara - „Þú getur hringt í mig á morgun“
„Skuldum stuðningsmönnunum að taka á móti titlinum heima eftir tapið í fyrra“
Jökull óskar Víkingum til hamingju með titilinn: „Ekkert sálfræðistríð í því“
Gylfi: Ef við klárum þetta þá verður þetta sætara
Sigurjón um Rúnar: Einn besti þjálfari á landinu, ef ekki sá besti
Túfa: Alltof margir dottnir úr liðinu
Helgi Sig: Fjórða sætið er innan seilingar
Hrannar Snær: Við ætlum að halda okkur uppi
Birnir Snær: 5-10 mínútur þar sem við vorum ekki seigir
Haddi Jónasar: Ég ætla ekki að henda Tönning undir rútuna
Maggi Már: Strætó #15 rúllar í gegnum allan Mosfellsbæinn og fer beint niður á Meistaravelli og stoppar þar fyrir utan
Muhamed Alghoul: Sýndum afhverju við eigum skilið að ná þessu markmiði okkar
Frans Elvarsson: Gaman að loksins vinna á þessum velli
banner
   sun 08. september 2024 21:12
Hilmar Jökull Stefánsson
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Lengjudeildin
Venni var að vonum svekktur eftir 2-3 tap Þróttar gegn Leikni á heimavelli
Venni var að vonum svekktur eftir 2-3 tap Þróttar gegn Leikni á heimavelli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sigurvin Ólafsson, eða Venni eins og hann er gjarnan kallaður, var eðlilega ekkert hoppandi kátur með 2-3 tap sinna manna gegn Breiðhyltingum í Leikni í dag. Tapið þýðir að Þróttur er alfarið úr leik í keppninni um umspilssæti fyrir Bestu deildina.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  3 Leiknir R.

Fyrstu viðbrögð eftir leik?

„Auðvitað eins og alltaf, svekktur að tapa.“



Þróttarar voru betri fyrstu 20 mínúturnar, skapa sér meira, halda betur í boltann o.s.frv. Hvað gerist eiginlega eftir að Leiknir kemst yfir?

„Fótboltinn er skrýtin skepna. Ég er bara mjög ánægður með okkur fyrstu 15/20 mínúturnar, bara frábær pressa, búum til fullt af stöðum og ágætis hálffæri. Í raun var ekkert að frétta hjá Leikni á þeim tíma og kannski svekkjandi að ná ekki að nýta sér fyrstu 20 með marki. Virtist vera svolítið högg í magann að fá þetta fyrsta mark á okkur og þessi kafli bara gerir út um þennan leik fyrir okkur. Þrjú mörk á 6/7 mínútum sem sýnir bara hvað fótboltinn er magnaður. Þetta féll með þeim á þeim tíma og þá erum við skyndilega komnir með bakið, ekki bara upp við vegg, heldur inn í eitthvað annað herbergi. Við eyddum restinni af hálfleiknum í að ná jarðtengingu og svo höfðu menn trú á að reyna að koma sér aftur inn í þetta og ég er stoltur af strákunum með okkar leik í seinni hálfleiknum.“



Það var alltaf veik von fyrir þennan leik, að sigur myndi halda Þrótti í baráttu um umspil, en til þess hefðu úrslit annarra leikja þurft að vera Þrótturum hagstæð. Hvaða skilaboð kom Venni með inn í leikmannahópinn í hálfleik?

„Skilaboðin voru aðallega að ef að Leiknir getur skorað þrjú mörk á sex mínútum þá hljótum við að geta gert það líka. Miðað við hvernig seinni hálfleikur æxlaðist þá hefðum við getað skorað átta mörk, en við skorum bara tvö. Þetta var alveg móment fyrir okkar lið að koðna og leggja árar í bát en það var alls ekki þannig bragur á liðinu í seinni hálfleik. Við vorum að stýra ferðinni og skapa haug af færum.“



Þróttur gerði þrefalda breytingu í hálfleik og Venni talaði um að þeir hefðu getað skorað 8 mörk í seinni hálfleik. Þá skoraði einn varamannana, hann Viktor Andri Hafþórsson, tvö mörk, sem bæði voru dæmd af vegna rangstöðu.

„Ég er ekki búinn að sjá fyrra skiptið en seinna skiptið var mjög tæpt. Að lokum þá skiptir það samt ekki máli og ég get ekki tuðað yfir því, leikurinn fór 3-2 og því verður ekki breytt.“

Viðtalið í heild sinni, má sjá í spilaranum hér að ofan.
















Athugasemdir
banner
banner