Pep vill fá fyrrum leikmann Liverpool - Liverpool fylgist með tveimur Svíum - Grealish orðaður við Tottenham
   þri 08. október 2024 15:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dagur Dan tilnefndur sem varnarmaður ársins í Bandaríkjunum
Hefur átt gott tímabil.
Hefur átt gott tímabil.
Mynd: Getty Images
Dagur með íslenska landsliðinu í janúar.
Dagur með íslenska landsliðinu í janúar.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Í gær tilkynnti bandaríska MLS-deildin hverjir koma til greina þegar verðlaunað verður fyrir frammistöðuna á tímabilinu. Tíu verðlaun verða veitt þann 21. október og er t.d. kosið um verðmætasta leikmann, þjálfara ársins, besta nýliðann ásamt því að velja bestu leikmenn í marki og vörn.

Einn Íslendingur er á lista en það er Dagur Dan Þórhallsson leikmaður Orlando City. Dagur hefur átt gott tímabil með Orlando og kemur til greina sem besti varnarmaður tímabilsins.

Dagur spilaði mest miðsvæðis og á kantinum með Íslandsmeistaraliði Breiðabliks en hefur fest sig í sessi í hægri bakverðinum eftir komuna til Bandaríkjanna fyrir einu og hálfu ári síðan.

Nokkur þekkt nöfn eru einnig tilnefnd til verðlaunanna, menn eins og Jordi Alba, DeAndre Yedlin og Maya Yoshida. Alls eru 34 tilnefndir til verðlaunanna.

Lionel Messi, leikmaður Inter Miami, er tilnefndur sem verðmætasti leikmaður deildarinnar. Tilnefningarnar má nálgast hér.

Dagur er 24 ára og skrifaði undir nýjan samning við Orlando í sumar. Hann er nú samningsbundinn út tímabilið 2026. Hann hefur spilað 30 leiki í deildinni á tímabilinu, skorað tvö mörk og lagt upp fimm. Hann hefur misst af síðustu þremur leikjum vegna meiðsla á fæti.

Orlando er í 4. sæti Austurdeildarinnar þegar ein umferð er eftir. Liðið mun annað hvort fara inn í úrslitakeppnina í 4. eða 5. sætinu.
Athugasemdir
banner
banner