Man Utd og Chelsea leiða baráttuna um 63 milljóna punda Gyökeres - United hefur áhuga á Gortezka og Sane - Samningi Neymar gæti verið rift
banner
   þri 08. október 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Haukar fá tvo leikmenn
Haukar hafa styrkt sig með Daníel Smára og Alexander Aron.
Haukar hafa styrkt sig með Daníel Smára og Alexander Aron.
Mynd: Hulda Margrét

Tveir leikmenn hafa gengið til liðs við Hauka fyrir baráttuna í 2. deild næsta sumar.


Daníel Smári Sigurðsson skrifaði undir tveggja ára samning. Þessi 21 árs gamli miðvörður gekk til lisð við Hauka frá Fjölni. Hann hefur spilað 85 leiki í meistaraflokki með Fjölni, Ægi og Vængjum júpíters.

Alexander Aron Tómasson skrifaði einnig undir tveggja ára samning.

Hann kemur til liðs við félagið frá Hvíta riddaranum. Hann er tvítugur og getur spilað á miðjunni og í sókn. Hann var næstmarkahæstur í 3. deild í sumar þar sem hann skoraði 15 mörk í 21 leik.


Athugasemdir
banner
banner