
Breiðablik vann sannfærandi 4-0 sigur á Spartak Subotica á Kópavogsvelli í Evrópukeppninni í kvöld.
Aðspurð um fyrstu viðbrögð eftir leik svaraði fyrirliðinn Agla María Albertsdóttir
"Bara frábært að vinna þennan leik, þetta var með skrítnari leikjum sem ég hef spilað allavega í langan tíma. Vindurinn spilaði klárlega stórt hlutverk í leiknum og ég er bara virkilega fegin að hafa unnið hann sannfærandi."
Lestu um leikinn: Breiðablik 4 - 0 Spartak Subotica
Veðrið setti mikið strik í reikninginn þurftu þær að aðlaga leikplanið eitthvað?
„Það var bara að mæta og koma neðar á völlinn í fyrri hálfleik til þess að fá boltann og fara ofar í seinni hálfleik. Þetta var bara eins og ég segi, vindurinn spilaði stórt hlutverk í dag og það var ekki hægt að spila frábæran fótbolta, það var alveg klárt mál.“
Agla María setti tvö mörk í dag hvernig var það?
„Bara frábært, það er alltaf gaman að skora og langt síðan ég skoraði seinast. Þannig það var bara fínt að ná inn mörkunum en það sem skiptir samt öllu máli er að vinna, það er allavega það sem skiptir mig mestu máli.“
„Það skipti auðvitað ótrúlega miklu máli fyrir okkur að fara til Serbíu með þetta forskot. Maður veit aldrei hvað bíður manns þegar maður mætir út, þannig mjög mikilvægt fyrir okkur að fara með svona afgerandi forskot út.“
„Þetta eiga víst að vera einhverja 12-13 gráður held ég að Nik hafi sagt og væntanleg ekki svona mikill vindur, Þannig ég held að það verði miklu skemmtilegri fótbolti sem verður spilaður, þetta var klárlega ekki leikur fyrir augað í dag. Það var gott að klára þetta.“
Breiðablik notaði skiptingar sínar vel í seinni hálfleik og setti unga og spræka leikmenn inn á hvernig reynsla er það fyrir unga leikmenn að spila svona stóra leiki?
„Bara frábært, sérstaklega frábært að Sunna skoraði fyrsta markið sitt fyrir Breiðablik, ekki slæmt að gera það í svona leik. Það er virkilega mikilvægt að fá smjörþefinn af þessu svona. Það eru samt margar af þeim, sem hafa spilað leik, spiluðu í fyrra meðal annars en jú það er mjög mikilvægt og mikilvægt að rúlla liðinu vel núna, það eru margir leikir framundan o gott að núyta alla leikmenn.“
Viðtalið í heild má finna í spilaranum hér að ofan