West Ham hefur áhuga á Zirkzee - Disasi áfram úti í kuldanum - Casadó orðaður við Chelsea og Arsenal
banner
   mið 08. október 2025 10:05
Elvar Geir Magnússon
Rekinn eftir tíu leiki í starfi hjá Watford
Paulo Pezzolano. Úrúgvæinn verður ellefti stjórinn sem Watford rekur frá því í byrjun árs 2020.
Paulo Pezzolano. Úrúgvæinn verður ellefti stjórinn sem Watford rekur frá því í byrjun árs 2020.
Mynd: EPA
Watford hefur ákveðið að reka Paulo Pezzolano sem stjóra eftir aðeins fimm mánuði og tíu leiki við stjórnvölinn. Guardian greinir frá þessu og segir að Javi Gracia snúi aftur.

Pezzolano tók við Watford í maí og honum var tilkynnt að hann myndi ekki stýra æfingu liðsins í dag.

Úrúgvæinn verður ellefti stjórinn sem Watford rekur frá því í byrjun árs 2020.

Gracia stýrði Watford í úrslitaleik FA-bikarsins 2019 en var rekinn snemma á tímabilinu þar á eftir. Hann stýrði síðast Leeds 2023.

Pezzolano vann síðasta leik sinn sem stjóri Watford, gegn Oxford á laugardaginn. Sigurinn lyfti Watford upp í ellefta sæti Championship-deildarinnar en liðið hafði fengið fimm stig úr fyrstu sex leikjum tímabilsins. Liðið hefur hinsvegar verið ósigrað í þremur síðustu leikjum og er þremur stigum frá umspilssæti.

Uppfært (Staðfest) - Watford hefur tilkynnt um stjóraskiptin. Gracia tekur við af Pezzolano.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 9 5 4 0 27 7 +20 19
2 Middlesbrough 9 5 3 1 12 6 +6 18
3 Leicester 9 4 4 1 13 8 +5 16
4 Preston NE 9 4 4 1 11 7 +4 16
5 Stoke City 9 4 3 2 11 6 +5 15
6 QPR 9 4 3 2 13 14 -1 15
7 West Brom 9 4 2 3 9 10 -1 14
8 Millwall 9 4 2 3 9 12 -3 14
9 Ipswich Town 8 3 4 1 15 8 +7 13
10 Bristol City 9 3 4 2 15 10 +5 13
11 Watford 9 3 3 3 11 11 0 12
12 Swansea 9 3 3 3 10 10 0 12
13 Charlton Athletic 9 3 3 3 8 8 0 12
14 Portsmouth 9 3 3 3 8 9 -1 12
15 Hull City 9 3 3 3 14 16 -2 12
16 Birmingham 9 3 3 3 8 11 -3 12
17 Southampton 9 2 5 2 11 12 -1 11
18 Wrexham 9 2 4 3 14 15 -1 10
19 Norwich 9 2 2 5 11 14 -3 8
20 Derby County 9 1 5 3 11 15 -4 8
21 Blackburn 8 2 1 5 7 11 -4 7
22 Oxford United 9 1 3 5 10 13 -3 6
23 Sheff Wed 9 1 3 5 8 20 -12 6
24 Sheffield Utd 9 1 0 8 3 16 -13 3
Athugasemdir
banner
banner