Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 08. nóvember 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Diangana verður ekki kallaður til baka úr láni
Diangana í leik með West Brom.
Diangana í leik með West Brom.
Mynd: Getty Images
West Ham ætlar ekki að kalla Grady Diangana til baka úr láni frá West Brom. Þetta segir Manuel Pellegrini, stjóri West Ham.

Hinn 21 árs gamli Diangana hefur skorað fjögur mörk og lagt upp fjögur fyrir WBA sem er á toppnum í Championship deildinni.

West Ham er með klásúlu um að mega kalla Diangana til baka í janúar. Talið var að Pellegrini væri að skoða það að kalla hann til baka til að auka sóknarmöguleika sína, en hann segir að Diangana muni klára tímabilið þar sem hann er núna.

„Hann er einn af leikmönnunum sem ég treysti mikið á. Ég held að það hafi verið betra fyrir hann að spila 40 leiki og verða algjörlega klár fyrir næsta tímabili," sagði Pellegrini.

„Við verðum að halda áfram að styðja hann og það er mikil ánægja með hans frammistöðu. Hann klárar tímabilið þar sem hann er núna."

West Ham hefur ekki unnið í síðustu fimm deildarleikjum sínum og er í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner