Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 08. desember 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kvennalið KR gerði góðverk fyrir jólin
Mynd: Aðsend
Meistaraflokkur kvenna hjá KR tók sig heldur betur til og gerði góðverk fyrir jólin.

Leikmenn liðsins komu saman og söfnuðu pening fyrir bókum, leikföngum og nauðsynlegu dóti sem þarfnast vel inn á Barnaspítala Hringsins.

Svo fóru fulltrúar liðsins, Rebekka Sverrisdóttir og Laufey Björnsdóttir ásamt aðstoðarþjálfara kvennaliðsins, Christopher Harrington og Friðgeiri Bergsteinssyni - sem hjálpaði til með verkefnið - í heimsókn inn á Barnaspítala Hringsins við Hringbraut. Þar afhentu þau gjafirnar.

Barnaspítalinn tók fagnandi á móti gjöfunum og liðið fékk í staðinn viðurkenningarskjal sem er að mörgu leyti betri en nokkur annar bikar.

„Við vonum innilega að gjafirnar nýtist vel og hvetjum önnur lið og allt fólk til að gefa af sér til góðra málefna," segir í tilkynningu.
Athugasemdir
banner
banner