Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 08. desember 2021 09:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Liverpool leiðir í baráttunni um Bellingham - Rudiger til Real
Powerade
Fer Bellingham til Liverpool?
Fer Bellingham til Liverpool?
Mynd: EPA
Rudiger til Real?
Rudiger til Real?
Mynd: EPA
Henderson til Ajax?
Henderson til Ajax?
Mynd: Getty Images
Dybala orðaður við Liverpool
Dybala orðaður við Liverpool
Mynd: Getty Images
Það er þéttur slúðurpakki þennan miðvikudaginn. Það er BBC sem tekur saman það helsta og er pakkinn í boði Powerade.



Liverpool leiðir kapphlaupið um að kaupa Jude Bellingham (18) af Dortmund næsta sumar. (Mirror)

Real Madrid er líklegast til að krækja í Antonio Rudiger (28) frá Chelsea en hann er að renna út á samningi næsta sumar. Manchester United og Tottenham hafa einnig áhuga. (Independent)

Man Utd og Liverpool munu frá samkeppni frá Atletico Madrid um bandaríska framherjann Ricardo Pepi (18) sem spilar með Dallas. (Mirror)

Liverpool hefur áhuga á Paulo Dybala (28) en samningur hans við Juventus rennur út eftir tímabilið. (Calciomercato)

Barcelona hefur haft samband við Chelsea vegna Hakim Ziyech (28) og Timo Werner (25). Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, er ekki á þeim buxunum að hleypa þeim í burtu. (Sport)

Barcelona vonast til að geta farið milliveginn í viðræðum við Man City um Ferran Torres (21). Barcelona er til í að borga 38 milljónir punda en City vill fá 51 milljón pund. (Mundo Deportivo)

Fenerbahce hefur þvertekið fyrir það að miðvörðurinn Attila Szalai (23) sé á förum til Chelsea. (90min)

Ajax íhugar að fá Dean Henderson (24) á láni frá Man Utd í janúar. (MEN)

Ajax hefur einnig áhuga á Steven Bergwijn (24) vængmanni Tottenham. (Times)

Renato Sanches (24) miðjumaður Lille er opinn fyrir því að fara til Arsenal. AC Milan hefur einnig áhuga. (L'Equipe)

Mikel Arteta ætlar að fá sóknarmann til Arsenal í janúar. (Mirror)

Nicolas Pepe (26) er ósáttur við mínútufjöldann sem hann hefur fengið á vellinum með Arsenal. Hann ætlar að skoða sín mál í janúar. (Football.London)

Joao Felix (22) sóknarmaður Atletico Madrid gæti farið frá félaginu. (AS)

West Ham íhugar að reyna fá Nathan Ake (26) á láni frá Man City. (Sun)

Brighton vill fá Cyle Larin (26) sóknarmann Besiktas. (Teamtalk)

West Ham gæti verið í 12 vikur án Kurt Zouma vegna meiðsla aftan í læri. (Times)

Kalvin Phillips (26) miðjumaður Leeds gæti verið frá í tvo mánuði vegna meiðsla aftan í læri. (Telegraph)

Roberto Mancini hefur verið orðaður við stjórastöðuna hjá Manchester United. Hann segir ekkert til í þeim sögum að hann sé á leiðinni aftur í úrvalsdeildina. (Gazzettan)

Edwin van der Sar, fyrrum markvörður Manchester United og nú framkvæmdastjóri Ajax, segir að einn daginn mun koma að því að hann taki við starfi hjá United. (RTL)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner