Osimhen fer til Lundúna - Tuchel aftur til Englands - Zidane til Bayern? - Bayern og Liverpool berjast um Alonso
banner
   fös 08. desember 2023 17:00
Elvar Geir Magnússon
Fati frá í þrjá mánuði
Ansu Fati er 21 árs.
Ansu Fati er 21 árs.
Mynd: EPA
Spænski landsliðsmaðurinn Ansu Fati, sem er hjá Brighton á láni frá Barcelona, verður lengi frá. Roberto De Zerbi stjóri Brighton greindi frá þessu á fréttamannafundi í dag.

„Hann verður frá í þrjá mánuði vegna meiðsla. Þetta eru vondar fréttir fyrir okkur því hann var farinn að spila betur, hann var að komast inn í okkar hugmyndafræði," segir De Zerbi.

„Þetta er leiðinlegt fyrir hann og leiðinlegt fyrir liðið, sérstaklega núna þegar Danny Welbeck er ekki að spila og Julio Enciso ekki heldur."

Gross vanmetinn
Á fréttamannafundinum hrósaði De Zerbi einnig Pascal Gross sem hefur reynst Brighton gríðarlega vel síðan hann var keyptur til félagsins á aðeins þrjár milljónir punda árið 2017.

„Hann er vanmetinn og fólk skilur ekki hversu góður hann er. Sjálfstraust hans er orðið enn meira eftir að hann byrjaði að spila með þýska landsliðinu líka," segir De Zerbi.

Gross er 32 ára og var í fyrsta sinn valinn í þýska landsliðið fyrr á þessu ári. Hann hefur síðan leikið fjóra landsleiki.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 26 18 6 2 63 25 +38 60
2 Man City 25 17 5 3 58 26 +32 56
3 Arsenal 25 17 4 4 58 22 +36 55
4 Aston Villa 25 15 4 6 52 33 +19 49
5 Tottenham 25 14 5 6 52 38 +14 47
6 Man Utd 25 14 2 9 35 34 +1 44
7 Brighton 25 10 8 7 48 40 +8 38
8 Newcastle 25 11 4 10 53 41 +12 37
9 West Ham 25 10 6 9 36 44 -8 36
10 Chelsea 25 10 5 10 42 41 +1 35
11 Wolves 25 10 5 10 39 40 -1 35
12 Fulham 25 8 5 12 34 41 -7 29
13 Bournemouth 24 7 7 10 33 46 -13 28
14 Brentford 25 7 4 14 35 44 -9 25
15 Crystal Palace 25 6 7 12 28 44 -16 25
16 Nott. Forest 25 6 6 13 32 44 -12 24
17 Everton 25 8 6 11 27 33 -6 20
18 Luton 25 5 5 15 35 51 -16 20
19 Burnley 25 3 4 18 25 55 -30 13
20 Sheffield Utd 25 3 4 18 22 65 -43 13
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner