Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 09. janúar 2019 22:03
Brynjar Ingi Erluson
Zinchenko um markið: Sýnið mér smá virðingu
Bradley Collins reynir að verja frá Zinchenko en boltinn fór yfir hann og í netið
Bradley Collins reynir að verja frá Zinchenko en boltinn fór yfir hann og í netið
Mynd: Getty Images
Oleksandr Zinchenko, leikmaður Manchester City á Englandi, skoraði fyrsta mark sitt fyrir félagið í 9-0 stórsigrinum á Burton í enska deildabikarnum í kvöld.

City lék sér að Burton og voru nokkur met slegin í leiknum en þetta er stærsti sigurinn í undanúrslitum í bikarkeppni.

Zinchenko skoraði fyrsta mark sitt fyrir City en það var rætt um það hvort hann hafi ætlað að gefa fyrir eða ekki. Hann skoraði af 25 metra færi og fór boltinn yfir Bradley Collins og í netið.

„Þetta er í fyrsta sinn sem ég hef tekið þátt í svona stórum sigri á ferlinum. Við skoruðum mörg mörk en vildum meira og stuðningsmennirnir vildu líka meira," sagði Zinchenko.

„Við vildum skora tíu mörk og kannski gerist það næst. Var þetta fyrirgjöf hjá mér? Í guðanna bænum sýnið mér smá virðingu," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner