
Axel Freyr Harðarson er eins og kom fram fyrr í dag einn af fjórum leikmönnum sem eru samningsbundnir Kórdrengjum.
Framtíð Kórdrengja er í óvissu og er Axel orðaður við önnur félög.
Framtíð Kórdrengja er í óvissu og er Axel orðaður við önnur félög.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Njarðvík eitt þeirra félaga sem vill fá Axel í sínar raðir.
Þar sem Axel er samningsbundinn þarf að ná samkomulagi við Kórdrengi og vilja þeir fá ákveðna upphæð fyrir leikmanninn sem hefur verið að æfa hjá Gróttu og Fjölni í vetur.
Sömu heimildir herma að minnsta kosti eitt félag úr Bestu deildinni vilji fá Axel í sínar raðir.
Hann er 23 ára miðjumaður sem uppalinn er hjá Breiðabliki og Fram en hefur einnig leikið með Gróttu og Víkingi á sínum ferli.
Athugasemdir