Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 09. febrúar 2020 22:06
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Messi lagði upp þrjú mörk í sigri á Betis
Lionel Messi lagði upp öll mörk Barcelona í kvöld
Lionel Messi lagði upp öll mörk Barcelona í kvöld
Mynd: Getty Images
Betis 2 - 3 Barcelona
1-0 Sergio Canales ('6 , víti)
1-1 Frenkie de Jong ('9 )
2-1 Nabil Fekir ('26 )
2-2 Sergio Busquets ('45 )
2-3 Clement Lenglet ('72 )
Rautt spjald: ,Nabil Fekir, Betis ('76)Clement Lenglet, Barcelona ('79)

Barcelona lagði Real Betis að velli, 3-2, í lokaleik dagsins í spænsku deildinni en Barcelona lenti tvisvar undir í leiknum. Franski miðvörðurinn Clement Lenglet var hetja Börsunga og svo skúrkur þegar hann var rekinn af velli undir lokin.

Lenglet byrjaði leikinn illa en hann braut á Nabil Fekir innan teigs og vítaspyrna dæmd. Sergio Canales fór á punktinn og skoraði örugglega framhjá Marc Andre Ter Stegen.

Hollenski miðjumaðurinn Frenkie de Jong jafnaði þremur mínútum síðar eftir góða vippusendingu frá Lionel Messi. Fekir var þó ekki lengi að koma Betis aftur yfir en hann gerði það með góðu skoti fyrir utan teig á 26. mínútu.

Áður en hálfleikurinn var úti jafnaði Sergio Busquets metin eftir aukaspyrnu frá Messi.

Messi fullkomnaði stoðsendingaþrennu sína á 72. mínútu er hann átti aukaspyrnu á Lenglet sem skoraði. Fjórum mínútum síðar var Fekir rekinn af velli með sitt annað gula spjald en hann átt í orðaskiptum við dómara leiksins.

Lenglet, hetja Börsunga, var svo rekinn af velli á 79. mínútu er hann fékk sitt annað gula spjald fyrir að taka Joaquin niður og enduðu því bæði lið með tíu menn á vellinum.

Lokatölur 3-2 fyrir Barcelona sem er með 49 stig í 2. sæti spænsku deildarinnar, aðeins þremur stigum á eftir Real Madrid.

Betis (4-2-3-1): Robles, Emerson, Mandi, Bartra, Alex Moreno, William, Guido, Alena, Canales, Fekir, Borja Iglesias.

Barcelona (4-3-1-2): Ter Stegen; Semedo, Umtiti, Lenglet, Firpo; Vidal, Busquets, De Jong; Sergi Roberto, Griezmann, Messi.
Athugasemdir
banner
banner