Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 09. maí 2021 09:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Steini um Guthrie: Okkur fannst þetta spennandi og honum líka
Lengjudeildin
Mynd: Fram
Danny Guthrie er genginn í raðir Fram og gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir félagið gegn ÍBV næsta föstudag.

Guthrie er miðjumaður sem uppalinn er hjá Liverpool en er þekktari fyrir tíma sinn hjá Newcastle og Reading. Hann er 34 ára gamall og var síðast á mála hjá Walsall en samningi hans var rift fyrr í vetur.

Aðalsteinn Aðalsteinsson, sem var skráður þjálfari Fram gegn Víkingi Ólafsvík í fjarveru Jóns Þóris Sveinssonar á fimmtudag, svaraði spurningu um Guthrie í viðtali eftir leikinn.

„Ég held að það sé út af mér og Nonna," sagði Steini léttur.

„Nei, þetta kom bara óvænt inn á borð til okkar og þetta gekk hratt fyrir sig. Okkur fannst þetta spennandi og honum líka. Þetta var ekki mjög flókið mál neitt þannig," sagði Steini.
Steini: Þetta var B12, þeir héldu bara að þeir væru að fá Janssen
Athugasemdir
banner
banner
banner