Þórður Þórðarson, þjálfari ÍA, var frekar vonsvikinn með sína menn í 3-1 tapi gegn Stjörnunni í kvöld.
,,Vonbrigði. Mér fannst við ekki standa okkur vel í dag, eins og úrslitin gefa í ljós," voru fyrstu viðbrögð Þórðar eftir leikinn í kvöld.
,,Við vorum að tapa boltanum alltof mikið á hættulegum svæðum og gerðum leikinn í raunina alltof auðveldan fyrir Stjörnuna."
Staðan var 0-0 í hálfleik og var Þórður sammála blaðamanni að það hafi verið "game-on": ,,Já ég er sammála því. Það var alveg "game-on" þótt Stjörnumenn hefðu verið sterkari í fyrri hálfleik áttum við ágætis spretti öðru hverju, en seinni hálfleikur var svona meira þeirra."
,,Ég er alltaf reiður þegar ég tapa, það er ekki flókið en ég tek það ekkert á strákana inní klefa. Ég sofna alltaf seint eftir leiki," sagði Þórður að lokum.
Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
























