„Það þekkja allir styrkleikana þeirra," segir Hörður Björgvin Magnússon, varnarmaður Íslands, um lið Króatíu sem kemur í heimsókn á Laugardalsvöll á sunnudaginn.
„Þetta er heimsklassa lið og það er erfitt að spila á móti þeim. Við komum dýrvitlausir í þennan leik. Við viljum vinna og gera alla Íslendinga glaða fyrir 17. júní."
„Þetta er heimsklassa lið og það er erfitt að spila á móti þeim. Við komum dýrvitlausir í þennan leik. Við viljum vinna og gera alla Íslendinga glaða fyrir 17. júní."
Hörður var að ljúka sínu fyrsta tímabili með Bristol City í ensku Championship deildinni. Hörður spilaði mikið fyrir eftir áramót en lítið síðari hluta tímabils.
„Ég er samningsbundinn í þrjú ár í viðbót og ég fer þangað í júlí. Maður veit aldrei hvað gerist í þessum fótbolta. Ég er tilbúinn fyrir nýtt tímabil hjá þeim og svo sjáum við til."
Hörður hefur verið orðaður við önnur félög í sumar. „Ég veit ekki neitt þessa stundina. Ég heyri í umboðsmanni mínum eftir landsleikinn. Það er einbeiting á Króatíu leikinn núna og síðan getum við skoðað þetta," sagði Hörður.
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir






















