Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
   fös 09. júní 2017 18:30
Magnús Már Einarsson
Hörður: Viljum gera Íslendinga glaða fyrir 17. júní
Icelandair
Hörður skorði gegn Írum í mars.
Hörður skorði gegn Írum í mars.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það þekkja allir styrkleikana þeirra," segir Hörður Björgvin Magnússon, varnarmaður Íslands, um lið Króatíu sem kemur í heimsókn á Laugardalsvöll á sunnudaginn.

„Þetta er heimsklassa lið og það er erfitt að spila á móti þeim. Við komum dýrvitlausir í þennan leik. Við viljum vinna og gera alla Íslendinga glaða fyrir 17. júní."

Hörður var að ljúka sínu fyrsta tímabili með Bristol City í ensku Championship deildinni. Hörður spilaði mikið fyrir eftir áramót en lítið síðari hluta tímabils.

„Ég er samningsbundinn í þrjú ár í viðbót og ég fer þangað í júlí. Maður veit aldrei hvað gerist í þessum fótbolta. Ég er tilbúinn fyrir nýtt tímabil hjá þeim og svo sjáum við til."

Hörður hefur verið orðaður við önnur félög í sumar. „Ég veit ekki neitt þessa stundina. Ég heyri í umboðsmanni mínum eftir landsleikinn. Það er einbeiting á Króatíu leikinn núna og síðan getum við skoðað þetta," sagði Hörður.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner