Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mið 09. júní 2021 08:54
Elvar Geir Magnússon
Magnað myndband með pabba Henderson
Liverpool hefur birt stórkostlegt fimm mínútna myndband þar sem faðir fyrirliðans Jordan Henderson fer yfir það hvernig er að fylgjast með syni sínum í gegnum fótboltaferilinn.

Jordan og faðir hans, Brian, eru mjög nánir og hefur pabbi hans gengið í gegnum hæðir og lægðir lífsins.

Í myndbandinu segir Brian frá því þegar fótboltinn tók hug sonar síns snemma og hvernig hann þróaðist út í að vinna alla stærstu titla sem félagsliðafótboltinn hefur upp á að bjóða.

Hann er þó stoltari af því hvernig Jordan Henderson hefur þroskast sem faðir og manneskja en fótboltaferli hans.


Athugasemdir