Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 09. júní 2021 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sekta ensku Ofurdeildarfélögin um samtals 22 milljónir punda
Mynd: Getty Images
Úrvalsdeildarfélögin sex sem ætluðu sér að fara í evrópsku Ofurdeildina hafa verið sektuð um alls 22 milljónir punda eða um það bil þrjár og hálfa milljón punda hvert.

Arsenal, Chelsea, Liverpool, Manchester City, Manchester United og Tottenham eru félögin sex sem ætluðu sér að stofna nýja deild og spila í henni ásamt öðrum stórum félögum í Evrópu.

Áformin voru mjög gagnrýnd og ætlar knattspyrnusambandið að sekta þau um 25 milljónir punda og taka af þeim 30 stig ef þau endurtaka leikinn í framtíðinni.

Upphæðin verði nýtt til að styrkja grasrótina og samfélagið í kringum fótboltann.

Samkvæmt upplýsingum BBC munu eigendur Manchester United og Liverpool greiða sektina ekki félögin sjálf.

AC Milan, Atletico Madrid og Inter hafa einnig verið sektuð en enn á eftir að ákveða refsingu Barcelona, Juventus og Real Madrid sem hafa enn ekki dregið áform sín til baka.
Athugasemdir
banner