Liverpool hefur áhuga á Neto - Man Utd fylgist með Inacio - Inter Miami vill fá Modric
   fös 09. júní 2023 15:30
Elvar Geir Magnússon
Viðræður Davies um nýjan samning stöðvuðust
Mynd: EPA
Alphonso Davies, vinstri bakvörður Bayern München, hefur verið orðaður við Real Madrid undanfarna mánuði. Nedal Huoseh, umboðsmaður kanadíska landsliðsmannsins, segir að viðræður við þýska stórliðið um nýjan samning hafi stöðvast.

Davies er 22 ára og núgildandi samningur hans rennur út 2025. Talað hefur verið um að hann gæti farið til Real Madrid, í þessum glugga eða á næsta ári.

Huoseh segir að Davies hafi verið nálægt nýjum samningi við Bayern áður en Oliver Kahn og Hasan Salihamidzic voru reknir.

„Ég tel að við höfum verið að ná samkomulagi, svo komu þessar fréttir um að þeir hefðu verið reknir. Ég beið í nokkra daga og enginn hafði samband," segir Huoseh.

„Það er ekki búið að taka neina ákvörðun varðandi eitt né neitt. Hann er leikmaður Bayern. Það gerir alla stolta þegar þeir eru orðaðir við Real Madrid en við vitum ekki til þess að einhverjar viðræður hafi átt sér stað."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner