Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 09. júlí 2018 08:40
Magnús Már Einarsson
KSÍ ræðir við Heimi um tveggja ára framlengingu
Icelandair
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, er vongóður um að Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari skrifi undir nýjan tveggja ára samning við sambandið. Guðni staðfestir þetta í samtali við Morgunblaðið í dag.

„Við erum að fara að ræða sam­an með það fyr­ir aug­um að Heim­ir verði þjálf­ari landsliðsins í tvö ár til viðbót­ar. Ég er bjart­sýnn á að við náum sam­an. Það er vilji af beggja hálfu að taka málið áfram og von­andi náum við að klára þessi mál fljótt,“ sagði Guðni í sam­tali við Morg­un­blaðið í gær.

Samningur Heimis við KSÍ rann út eftir HM og sjálfur vildi hann gefa sér tvær vikur í að íhuga framtíð sína. Því má reikna með að Heimir ákveði í þessari viku hvort hann haldi áfram með íslenska landsliðið eða ekki.

Heimir var aðstoðarþjálfari Lars Lagerback með liðið 2012 og 2013 en þeir þjálfuðu Ísland síðan saman 2014, 2015 og 2016. Eftir EM í Frakklandi 2016 tók Heimir einn við sem aðalþjálfari.

„Ég er svo stoltur í dag, ekki bara af strákunum heldur líka af samstarsfmönnum. Þjálfarateyminu og öllu starfsliðinu hjá KSÍ. Ég er í besta starfi í heimi. Ég er með ótrúlega gott fólk í kringum mig. Við erum í mögnuðu sambandi við stuðningsmennina okkar og ég ætla að gefa ykkur fjölmiðlum hrós fyrir þessi sjö ár sem ég hef starfað hjá KSÍ. Það hefur verið meiri nánd og meiri heiðarleiki á milli landsliðsins og leikmannanna," sagði Heimir eftir lokaleik Íslands á HM í Rússlandi.

„Ég, Helgi (Kolviðsson) og Gummi (Hreiðarsson) erum á ákveðinni vegferð með þetta lið og þetta var risaskref í þroska þessa landsliðs. Við erum á leið í efstu deild í Þjóðaheild og það er önnur viðurkenning sem þessir strákar hafa unnið síðustu tvö ár. Eftir það förum við í undankeppni EM þar sem við verðum aldrei neðar en í öðrum styrkleikaflokki."

„Það er að koma verðlaunafé inn í KSÍ og það er allt í blóma. Það yrði mjög erfitt að skilja við þetta landslið og ekki síst fólkið sem er að starfa með okkur.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner