fim 09. júlí 2020 22:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Roy Keane: Það er í DNA Tottenham að valda vonbrigðum
Tottenham gerði 0-0 jafntefli gegn fallkandídötunum í Bournemouth á útivelli í kvöld. Tottenham átti ekki tilraun á mark heimamanna. Það helsta í þessum leik var að Jose Mourinho, stjóri Tottenham, vildi fá vítaspyrnu og VAR dæmdi mark af Bournemouth undir lok leiks.

Meira um leikinn:
England: Jafnt á Goodison - Hendi kom í veg fyrir sigurmark
Mourinho: Allir vita það og þegar ég segi allir þá meina ég allir

Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United, var sérfræðingur í setti hjá Sky Sports í kvöld og lét hann út úr sér vel valin orð um Tottenham sem félag.

„Tottenham liðið var dapurt í kvöld. Ef við horfum vel á Tottenham og fylgjumst vel með þeim, lítum til baka. Þeir eiga svona frammistöður reglulega. Við höfum séð þetta áður. Liðið fór til Sheffield í síðustu viku og olli vonbrigðum. Það er í DNA Tottenham, liðið mun valda vonbrigðum í sífellu. Taflan lýgur ekki, Tottenham er í 9. sæti og á skilið að vera þar," sagði Keane.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner