De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   þri 09. júlí 2024 19:15
Brynjar Ingi Erluson
Eigendur Liverpool í viðræðum um kaup á Bordeaux
Fenway Sports Group, eigendur Liverpool á Englandi, eru í viðræðum um kaup á Bordeaux í Frakklandi.

Liverpool greindi frá því í mars að FSG væri að leitast eftir því að kaupa annað félag og stækka þannig eignasafnið.

Samkvæmt enskum og frönskum miðlum er FSG nú í viðræðum um kaup á Bordeaux.

Bordeaux hefur þegar kynnt verkefnið fyrir Direction Nationale du Contrle de Gestion, sem hefur eftirlit með fjárhag franskra félaga.

„Við erum að vinna náið með þeim sem er hluti af áframhaldandi viðræðum og áreiðanleikakönnun,“ segir í yfirlýsingu Bordeaux.

Bordeaux hefur níu sinnum unnið frönsku deildina, síðast árið 2009, en félagið hefur verið á niðurleið síðustu ár og var á dögunum fellt niður í C-deildina vegna fjárhagsvandræða.

Félagið hefur áfrýjað og vill fá tækifæri til að tryggja það að félagið verði fjármagnað fyrir næstu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner