Það var Íslendingaslagur í sænsku deildinni í kvöld þegar Norrköping fékk Brommapojkarna í heimsókn.
Arnór Ingvi Traustason og Ísak Andri Sigurgeirsson voru í byrjunarliði Norrköping sem hafði aðeins nælt í tvö stig í þremur síðustu leikjum áður en það kom að leik kvöldsins.
Hlynur Freyr Karlsson byrjaði hins vegar á bekknum hjá Brommapojkarna sem lagði Degerfors í síðustu umferð eftir að hafa farið í gegnum sex tapleiki í röð.
Hlynur kom inn á 77. mínútu og ellefu mínútum síðar komst liðið yfir og það reyndist vera sigurmarkið. Arnór Ingvi var tekinn út af stuttu eftir markið en Ísak lék allan leikinn. Brommapojkarna fór upp fyrir Norrköping í 10. sæti með 16 stig eftir 14 leiki. Norrköpinig er með 15 stig í 12. sæti.
Athugasemdir