Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
   mán 07. júlí 2025 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Man Utd gefur fimm leikmönnum lengra frí til að finna nýtt félag
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Leikmenn Manchester United koma saman í dag á Carrington æfingasvæðinu en nýtt undirbúningstímabil hefst formlega í dag.

Félagið hefur gefið fimm leikmönnum lengra frí til að einbeita sér að því finna nýtt félag.

Leikmennirnir sem um ræðir eru þeir Alejandro Garnacho, Marcus Rashford, Jadon Sancho, Antony og Tyrell Malacia.

Allir, nema Garnacho, voru á láni frá United á síðasta tímabili. Rashford fór til Aston Villa í janúar en hinir þrír fóru síðasta sumar.

Ef leikmennirnir fimm munu ekki finna lausn á sínum málum á þessum aukadögum sem þeir fá þá munu þeir mæta til æfinga.
Athugasemdir
banner