Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
   mán 07. júlí 2025 22:28
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Napoli leggur fram tilboð í Nunez
Mynd: EPA
Napoli ætlar sér að fá Darwin Nunez frá Liverpool og ítalski fjölmiðlamaðurinn Gianluca Di Marzio greinir frá því að Napoli sé búið að bjóða í hann.

Liverpool keypti Nunez frá Benfica 64 milljónir punda en í heildina þurfti Liverpool að borga 85 milljónir punda og félagið er búið að borga megnið af því.

Bítlaborgarfélagið ætlar að reyna fá sem mest fyrir Nunez sem hefur alls ekki staðið undir væntingum og hann er spenntur fyrir því að fara til Napoli.

Di Marzio greinir frá því að tilboð Napoli hljóði upp á 50 mlljónir evra (43 milljónir punda) en það gæti hækkað um fimm milljónir í viðbót.

Það var greint frá því í vikunni að Napoli ætlaði að snúa sér að Lorenzo Lucca, leikmanni Udinese, ef það myndi ekki takast að næla í Nunez en það virðist vera á góðri leið.
Athugasemdir
banner