Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   mán 07. júlí 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Davide Ancelotti tekur við Botafogo
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Davide Ancelotti er að taka við sem þjálfari brasilíska stórveldisins Botafogo, sem er í eigu John Textor.

Brasilískir fjölmiðlar greina frá þessu og tekur Fabrizio Romano undir. Hann er búinn að setja „here we go!" stimpilinn fræga á félagaskiptin.

Davide Ancelotti hefur undanfarin ár starfað sem hægri hönd föðurs síns Carlo Ancelotti. Davide hefur verið aðstoðarþjálfari pabba hjá FC Bayern, Napoli, Everton og Real Madrid. Hann mun áfram starfa samhliða honum hjá brasilíska landsliðinu.

Davide mun því vera í tveimur störfum næsta árið, sem aðalþjálfari hjá Botafogo og aðstoðarþjálfari brasilíska landsliðsins. Hann tekur við þjálfun liðsins af Renato Paiva sem var rekinn eftir að Botafogo var slegið úr leik á HM félagsliða.

Botafogo komst upp úr riðlinum eftir afar óvæntan sigur gegn stórveldi PSG en tapaði svo gegn samlöndum sínum í liði Palmeiras í 16-liða úrslitum. Paiva var rekinn stuttu eftir tapið, eftir að hafa aðeins verið við stjórnvölinn hjá félaginu í fjóra mánuði.

Þetta verður fyrsta starf Davide sem aðalþjálfari, en hann var ekki langt frá því að taka við skoska stórveldinu Rangers fyrr í sumar.
Athugasemdir
banner