FH 1 - 1 Stjarnan
0-1 Andri Rúnar Bjarnason ('42 , víti)
0-1 Kjartan Kári Halldórsson ('45 , misnotað víti)
1-1 Úlfur Ágúst Björnsson ('57 )
Lestu um leikinn
0-1 Andri Rúnar Bjarnason ('42 , víti)
0-1 Kjartan Kári Halldórsson ('45 , misnotað víti)
1-1 Úlfur Ágúst Björnsson ('57 )
Lestu um leikinn
FH og Stjarnan áttust við í síðasta leik 14. umferðar í Bestu deildinni í kvöld.
Benedikt Warén var nálægt því að koma Stjörnunni yfir snemma leiks en hann átti skot í stöngina eftir að hafa sloppið í gegn. Andri Rúnar Bjarnason átti síðan skalla að marki en Mathias Rosenörn varði frábærlega frá honum.
Stjarnan fékk síðan umdeilt víti undir lok fyrri hálfleiks þegar Andri Rúnar Bjarnason féll í teignum. Hann fór sjálfur á punktinn og skoraði.
Það var svo umdeilt víti hinu megin stuttu síðar þegar Björn Daníel Sverrisson og Árni Snær Ólafsson voru í baráttunni og Árni dæmdur brotlegur. Kjartan Kári Halldórsson steig á punktinn en Árni varði frábærlega frá honum.
Eftir tæplega klukkutíma leik átti Úlfur Ágúst Björnsson skot af löngu færi, Árni var illa staðsettur í markinu og boltinn söng í netinu.
FH-ingar voru sterkari í kjölfarið en mörkin urðu ekki fleiri. FH stekkur upp fyrir KA, upp úr fallsæti, í það tíunda, með 15 stig. Stjarnan er áfram í 5. sæti með 21 stig.
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 14 | 9 | 3 | 2 | 26 - 14 | +12 | 30 |
2. Valur | 14 | 8 | 3 | 3 | 37 - 19 | +18 | 27 |
3. Breiðablik | 14 | 8 | 3 | 3 | 26 - 20 | +6 | 27 |
4. Fram | 14 | 7 | 1 | 6 | 22 - 18 | +4 | 22 |
5. Stjarnan | 14 | 6 | 3 | 5 | 25 - 25 | 0 | 21 |
6. Vestri | 14 | 6 | 1 | 7 | 13 - 13 | 0 | 19 |
7. Afturelding | 14 | 5 | 3 | 6 | 17 - 19 | -2 | 18 |
8. KR | 14 | 4 | 4 | 6 | 35 - 36 | -1 | 16 |
9. FH | 14 | 4 | 3 | 7 | 20 - 20 | 0 | 15 |
10. ÍBV | 14 | 4 | 3 | 7 | 13 - 21 | -8 | 15 |
11. KA | 14 | 4 | 3 | 7 | 14 - 26 | -12 | 15 |
12. ÍA | 14 | 4 | 0 | 10 | 15 - 32 | -17 | 12 |
Athugasemdir