Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   þri 08. júlí 2025 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Löng og ströng endurhæfing hafin hjá Musiala
Mynd: EPA
Jamal Musiala, leikmaður Bayern, gekkst undir aðgerð í gær eftir að hafa brotnað og farið úr ökklalið í leik liðsins gegn PSG á HM félagsliða á laugardaginn.

Bayern greinir frá því að endurhæfing hefjist í dag og að hann verði fjarverandi næstu mánuði. Talað hefur verið að hann verði frá í að minnsta kosti fjóra mánuði.

Musiala meiddist þegar fóturinn á honum festist undir Gianluigi Donnarumma, markverði PSG.

Leikmönnum beggja liða var eðlilega brugðið þegar þeir áttuðu sig á því að Musiala var alvarlega meiddur. Þetta er mikið áfall fyrir hann, Bayern og þýska landsliðið þar sem hann er algjör lykilmaður. Það er nokkuð ljóst að hann muni missa af undankeppni HM með þýska landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner