Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
   mán 07. júlí 2025 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Nokkur áhugi á Hjörvari Daða
Hjörvar Daði.
Hjörvar Daði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hafa félög sýnt áhuga á því að fá Hjörvar Daða Arnarsson í sínar raðir frá ÍBV en hann hefur verið í hlutverki varamanns fyrir Marcel Zapytowski í Bestu deildinni í sumar.

Hjörvar Daði var aðalmarkmaður ÍBV í fyrra þegar ÍBV vann Lengjudeildina, en hefur þurft að sætta sig við að vera á bekknum í Bestu deildinni það sem af er þessu tímabili. Hann stóð vaktina í þremur bikarleikjum og stóð sig með mikilli prýði, og því ekki af ástæðulausu sem félög hafa sýnt honum áhuga.

Áhuginn er aðallega frá félögum úr Lengjudeildinni en það er þó eitt ónefnt félag úr Bestu deildinni sem hefur sýnt óformlegan áhuga.

Hjörvar Daði er 24 ára og uppalinn hjá HK. Hann lék sína fyrstu meistaraflokksleiki sumarið 2021 hjá ÍR og var svo aðalmarkmaður Hattar/Hugins 2022 og 2023. Hann skipti yfir í ÍBV fyrir síðasta tímabil og lék 15 af 22 deildarleikjum liðsins í Lengjudeildinni.
Athugasemdir
banner