Everton er að tryggja sér sóknarmanninn Thierno Barry frá Villarreal en hann er á leið í læknisskoðun hjá félaginu.
Barry hafði 34,5 milljóna punda riftunarákvæði í samningi sínum við Villarreal, en Everton býst við að greiða lægra verð fyrir þennan 22 ára gamla leikmann, sem skoraði 11 mörk og lagði upp fjögur í 38 leikjum síðasta tímabil þegar spænska félagið endaði í fimmta sæti í La Liga og tryggði sér sæti í Meistaradeildinni.
Hann bætist í vopnabúr Everton eftir að Dominic Calvert-Lewin yfirgaf félagið við lok samnings síns. Framherjinn Armando Broja yfirgaf Everton einnig þegar lánssamningur hans rann út og sneri aftur til Chelsea án þess að samningurinn yrði gerður varanlegur.
Barry fæddist í Lyon og yfirgaf franska félagið Sochaux 19 ára gamall til að spila í belgísku annarri deildinni með Beveren. Tímabilið eftir fór hann til svissneska úrvalsdeildarfélagsins Basel áður en hann gekk til liðs við Villarreal í ágúst 2024 fyrir um 13 milljónir punda.
Athugasemdir