Douglas Luiz hefur átt erfitt uppdráttar hjá Juventus síðan hann gekk til liðs við félagið frá Aston Villa fyrir rúmu ári síðan. Hann kom aðeins við sögu í 27 leikjum í öllum keppnum.
Fabrizio Romano greinir frá því að það sé mikill áhugi úr úrvalsdeildinni og það er búist við því að hann yfirgefi ítalska félagið.
Fabrizio Romano greinir frá því að það sé mikill áhugi úr úrvalsdeildinni og það er búist við því að hann yfirgefi ítalska félagið.
Það var áhugi á honum á Ítalíu en Como var nefnt til sögunnar en Romano segir að engar viðræður séu í gangi þar.
Luiz gekk til liðs við Aston Villa frá Man City árið 2019 en hann hjálpaði liðinu að komast í Meistaradeildina í fyrsta sinn í 40 ár á síðustu leiktíð.
Athugasemdir