Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   þri 08. júlí 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Douglas Luiz eftirsóttur af úrvalsdeildarliðum
Mynd: EPA
Douglas Luiz hefur átt erfitt uppdráttar hjá Juventus síðan hann gekk til liðs við félagið frá Aston Villa fyrir rúmu ári síðan. Hann kom aðeins við sögu í 27 leikjum í öllum keppnum.

Fabrizio Romano greinir frá því að það sé mikill áhugi úr úrvalsdeildinni og það er búist við því að hann yfirgefi ítalska félagið.

Það var áhugi á honum á Ítalíu en Como var nefnt til sögunnar en Romano segir að engar viðræður séu í gangi þar.

Luiz gekk til liðs við Aston Villa frá Man City árið 2019 en hann hjálpaði liðinu að komast í Meistaradeildina í fyrsta sinn í 40 ár á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner