
„Ég er bara ógeðslega svekkt," sagði varnarmaðurinn Guðrún Arnardóttir eftir 2-0 tap gegn Sviss í kvöld.
Tapið þýðir að Ísland er úr leik á Evrópumótinu í fótbolta eftir aðeins tvo leiki. Það er einn leikur eftir í riðlinum en úrslitin hafa engin áhrif á niðurstöðuna.
Tapið þýðir að Ísland er úr leik á Evrópumótinu í fótbolta eftir aðeins tvo leiki. Það er einn leikur eftir í riðlinum en úrslitin hafa engin áhrif á niðurstöðuna.
„Mér fannst við gefa allt í þennan leik, koma með orku og verjast vel. Við áttum tvö skot í slána. Við ætluðum okkur miklu meira. Ég er ótrúlega svekkt að við höfum ekki náð í sigur fyrir okkur sjálfar, liðið og stuðningsmennina."
„Ég er bara svekkt."
„Við ætluðum okkur að komast áfram. Eðlilega erum við rosalega svekktar að það sé ekki möguleiki núna."
Hvernig var andrúmsloftið inn í klefa eftir leik?
„Það var mjögt þungt. Það var mikið af knúsum og ekki mikið af orðum. Það var þungt."
Allt viðtalið er í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir