Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
   mán 07. júlí 2025 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sekt Barcelona margfaldast ef ekki verður staðið við gefin loforð
Mynd: EPA
Nokkur félög voru sektuð af evrópska fótboltasambandinu, UEFA, fyrir brot á fjármálareglum frá síðustu tveimur leiktíðum.

Auk ensku úrvalsdeildarfélaganna Chelsea og Aston Villa voru Barcelona, Roma og Lyon einnig sektuð.

Barcelona þarf að greiða 15 milljónir evra í sekt og laga bókhaldið hjá sér. Ef félagið brýtur fjármálareglur UEFA aftur á næstu tveimur tímabilum bætast 45 milljónir evra við sektina.

Franska félagið Lyon, sem var á dögunum dæmt niður um deild í heimalandinu, fær 12,5 milljónir í sekt fyrir sín brot. Ef félagið brýtur fjármálareglurnar aftur á næstu þremur tímabilum bætast 37,5 milljónir við sektina svo heildartalan verður að 50 milljónum.

Að lokum fær AS Roma aðeins 2 milljónir í sekt fyrir smávægilegt brot á fjármálareglunum.

   04.07.2025 17:42
Chelsea og Aston Villa sektuð af UEFA

Athugasemdir
banner
banner