Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
   mán 07. júlí 2025 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þrjú United félög vilja fá Calvert-Lewin
Mynd: EPA
Enski framherjinn Dominic Calvert-Lewin er án félags eftir að samningur hans við Everton rann út í lok síðasta mánaðar. Hann hefur verið orðaður við Manchester United en samkvæmt talkSPORT hefur hann rætt við Newcastle um möguleikann á að fa samning hjá félaginu.

Eddie Howe, stjóri Newcastle, er mikill aðdáandi og hefur verið í lengri tíma.

Framtíð Callum Wilson, sem hefur verið varaskeifa fyrir Alexander Isak hjá Newcastle, er óljós og gæti hann farið frá félaginu í sumar. Wilson er í viðræðum um nýjan samning.

Newcastle vildi fá Calvert-Lewin í fyrra en hætti við þar sem hann var of dýr. Leeds United hefur einnig áhuga á hinum 28 ára gamla framherja, en hann er sagður vera með of háar launakröfur fyrir Leeds.

Calvert-Lewin er öflugur framherji en hann er mjög meiðslagjarn og var frekar kaldur á síðasta tímabili
Athugasemdir
banner