Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
   mán 07. júlí 2025 21:16
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjudeildin: Keflavík vann grannaslaginn
Lengjudeildin
Kári Sigfússon
Kári Sigfússon
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík 1 - 4 Keflavík
1-0 Breki Þór Hermannsson ('14 )
1-1 Kári Sigfússon ('31 )
1-2 Marin Mudrazija ('35 )
1-3 Marin Mudrazija ('56 )
2-3 Matias Niemela ('88 , sjálfsmark)
Lestu um leikinn

Grindavík fékk Keflavík í heimsókn í grannaslag í Lengjudeildinni í kvöld. Grindavík hafði tapað þremur leikjum í röð fyrir leik kvöldsins og Keflavík vann kærkominn sigur gegn Selfossi í síðustu umferð.

Grindavík byrjaði betur í kvöld þar sem Breki Þór Hermannsson kom liðinu yfir eftir tæplega stundafjórðung. Kári Sigfússon jafnaði metin fyrir Keflavík og átti síðan stóran þátt í öðru marki liðsins sem Marin Mudrazija skoraði.

Þeir voru svo aftur á ferðinni þegar Kári átti skot í Madrazija og boltinn endaði í netinu. Undir lok leiksins skoraði Matias Niemela, markvörður Grindavíkur, síðan klaufalegt sjálfsmark og innsiglaði sigur Keflavíkur.

Keflavík fer upp í 4. sæti, upp fyrir Þrótt og Þór, með 18 stig en Grindavík er í 8. sæti með 11 stig.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
Athugasemdir