Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
   mán 07. júlí 2025 17:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
EM kvenna: Spánn valtaði yfir Belgíu
EM KVK 2025
Mynd: EPA
Spánn 6 - 2 Belgía
1-0 Alexia Putellas ('22 )
1-1 Justine Vanhaevermaet ('24 )
2-1 Irene Paredes ('39 )
2-2 Hannah Eurlings ('50 )
3-2 Esther Gonzalez ('52 )
4-2 Mariona Caldentey ('61 )
5-2 Claudia Pina ('81 )
6-2 Alexia Putellas ('86 )

Það var markaveisla þegar Spánn mætti Belgíu, sem er undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur, á EM kvenna í dag.

Spánn stjórnaði leiknum og Alexia Putellas kom liðinu yfir eftir rúmlega tuttugu mínútna leik. Justinee Vanhaevermaet jafnaði metin strax í kjölfarið.

Irene Paredes kom Spánverjum aftur fyrir fyrir lok fyrri hálfleiks. Hannah Eurlings jafnaði metin fyrir Belgíu en strax í kjölfarið komust Spánverjar yfir og náðu tökum á leiknum í kjölfarið.

Putellas lagði upp þriðja markið og fimmta mark liðsins og fullkomnaði síðan frábæra frammistöðu með því að skora sjötta mark liðsins.

Spánn er á toppi riðilsins með fullt hús stiga og ellefu mörk skoruð í tveimur leikjum. Belgía er án stiga. Ítalía og Portúgal mætast í sama riðli í kvöld og Belgar þurfa að treysta á sigur Portúgal til að eiga möguleika á að komast áfram.
Athugasemdir
banner
banner