Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   mán 07. júlí 2025 22:54
Kjartan Leifur Sigurðsson
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta var frábær fótboltaleikur og mikill hraði, ég er virkilega ánægður með liðið, segir Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar í Bestu deild karla, eftir 1-1 jafntefli gegn FH í kvöld.

Lestu um leikinn: FH 1 -  1 Stjarnan

Leikurinn var mikill skemmtun þar sem bæði lið hefðu getað skorað fleiri mörk.

„Við vorum aggresívir, öflugir og sköpuðum góð færi. Það vantaði upp á að klára færin en ef hugarfarið er svona þá fellur þetta með okkur í næstu leikjum."

„FH er gott lið og með frábæran þjálfara og það vissum við. Það koma samt kaflar í leiknum þar sem við sköpum afgerandi færi en Matti (Mathias Rosenörn) átti frábæran leik hjá þeim. Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi."

Samúel Kári Friðjónsson var studdur meiddur af velli í dag en Emil Atlason, helsti markaskorari Stjörnumanna, meiddist í seinasta leik.

„Við eigum eftir að fá skýrari mynd af því sem er að hrjá Emil. Ég veit ekkert um stöðuna á Samma."

Helgi Mikael Jónsson dæmdi hvoru liði eina vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks og eru báðir dómarar nokkuð umdeildir.

„Ég er sammála vítinu okkar og ósammála vítinu sem þeir fengu."
Athugasemdir
banner