„Mér líður ágætlega með sumarið til þessa, hefði viljað spila meira, en það er bara eins og það er," sagði Jakob Gunnar Sigurðsson, framherji Þróttar, við Fótbolta.net í síðustu viku. Jakob, sem er fæddur árið 2007, skoraði sitt sjöunda mark í sumar gegn Þór á fimmtudagskvöld.
Hann er á förum frá félaginu, fer á láni til danska félagsins Lyngby. Jakob Gunnar er sem stendur á láni frá KR.
Hann er á förum frá félaginu, fer á láni til danska félagsins Lyngby. Jakob Gunnar er sem stendur á láni frá KR.
„Ég veit ekki hvað ég á marga leiki eftir, 1-3 leiki. Mér líst mjög vel á að fara til Lyngby, það er mjög spennandi. Ég hef farið á reynslu til þeirra tvisvar áður, fór í fyrra þar sem ég meiddist áður en fór út, var hálf meiddur úti og gekk hræðilega. Svo kom þetta upp núna áður en ég fór í Þrótt, ég sagði nei þá og gat ekki sagt nei við þessu tvisvar."
„Þessi möguleiki kom óvænt upp aftur, var ekki að búast við þessu, en fyrst þetta kom upp þá fannst mér ég ekki geta sagt nei."
„Ég veit ekki hvort þeir geta keypt mig (forkaupsréttur), held ekki, en þetta er allavega lán."
„Mér líst mjög vel á að fara til Danmerkur, mjög spennandi. Mig langaði þetta mjög mikið fyrir tímabilið í fyrra, mjög sáttur að það gerðist ekki, en þetta er mjög spennandi," sagði Jakob sem sprakk út í fyrra, hjálpaði Völsungi upp úr 2. deild og varð markakóngur deildarinnar.
Hann fer til Lyngby þegar félagaskiptaglugginn á Íslandi opnar þann 17. júlí, hann á því einungis einn leik eftir með Þrótti.
Athugasemdir