Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   þri 08. júlí 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ola Aina framlengir við Nottingham Forest
Mynd: EPA
Níegeríski bakvörðurinn Ola Aina hefur framlengt samning sinn við Nottingham Forest til ársins 2028.

Aina spilaði 35 af 38 leikjum liðsins í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð þar sem liðið hafnaði í 7. sæti. Hann átti frábært tímabil en hann vann boltann á sínum eigin vallarhelmingi oftar en nokkur annar í fimm af stærstu deildum Evrópu.

Hann gekk til liðs við félagið frá Torino árið 2023 og hefur spilað 59 leiki í öllum keppnum. Þá hefur hann spilað 46 leiki fyrir landslið Nígeríu.

„Ég er í skýjunum, ég get ekki beðið eftir því að halda áfram á þessari vegferð með félaginu. Mér hefur alltaf liðið hérna eins og heima hjá mér og er ánægður að vera hér. Nú einbeiti ég mér að því að undirbúa mig fyrir næsta tímabil," sagði Aina.
Athugasemdir
banner
banner