Crystal Palace leiðir kapphlaupið um hægri bakvörðinn Davide Calabria samkvæmt heimildum Sky á Ítalíu.
Samningur Carabria við AC Milan rann úr í síðasta mánuði eftir að hann var á lánii hjá Bologna. Calabria var fyrirliði Milan en Mike Maignan var gerður að fyrirliða í janúar og Calabria sendur til Bologna.
Palace fær samkeppni frá spænsku liðunum Celta Vigo, Real Betis og Mallorca um þennan 28 ára gamla Ítala.
Hann lék 27 leiki í öllum keppnum fyrir Bologna á síðustu leiktíð. Þá hefur hann spilað sjö A-landsleiki fyrir Ítalíu en síðasti leikurinn kom árið 2022.
Athugasemdir