
Stelpurnar okkar hafa núna tapað báðum leikjum sínum á mótinu og eiga ekki lengur möguleika á því að komast áfram.
Þetta eru auðvitað mikil vonbrigði en stelpurnar okkur höfðu stefnt að því að komast að minnsta kosti upp úr riðlinum.
Það var mikil umræða á samfélagsmiðlinum X á meðan leik stóð og eftir hann.
Hér fyrir neðan má sjá brot af umræðunni.
Sleppir svissurum um gult og svo beint gult á Alexöndru fyrir miklu meira soft brot. Dagný Kyld aðan það var að sjálfsögðu ekkert heldur #fotboltinet
— Magnus Bodvarsson (@MBodvarsson) July 6, 2025
Hvernig er Beney í liði Sviss ekki að vera komin með gult finnst leikmenn mega brjóta á Sveindísi á þessu móti #fotboltinet #emkvenna
— Konráð Ólafur (@Konnieysteins) July 6, 2025
Varnarleikurinn er búinn að vera frábær en getum við hætt með þessar löngu sendingar fram? Þær eru bara ekki að ganga...#fotboltinet
— Lobba (@Lobbsterinn) July 6, 2025
Ég trúi ekki að ég sé búinn að horfa á aðrar 90 min af þessu. #fotboltinet
— Kristinn (@kiddi_waage) July 6, 2025
Við komum, sáum og klúðruðum þessu.#EMkvenna #fotboltinet
— Jakob Örn (@jakob_rn) July 6, 2025
Þetta er súrt en því miður stefndi í þetta og það mátti ekki tala um það.
— Max Koala (@Maggihodd) July 6, 2025
Sá sem á að taka við þessu heitir Ólafur Helgi Kristjánsson.
Hann getur tekið þetta lið áfram á næsta level.#EMkvenna
Við fórum inn í stórmót með þessa þvælu. Galið að það var ekki skipt um í brúnni. Það var ekki eins og þetta hafi komið mikið á óvart. https://t.co/IqejEx2n4b
— Haukur Heiðar (@haukurh) July 6, 2025
Þetta eru gríðarleg vonbrigði að komast ekki áfram upp úr þessum riðli. Riðli sem að við áttum að fara upp úr. Stelpurnar vita það sjálfar og teymið veit það. Ég hef varað við þessu í 2-3 ár að þróun okkar var of hæg. Það var talið neikvæðni.
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) July 6, 2025
Við eigum að geta gert miklu betur.
Ég vona bara að enginn blaðamaður skrifi neina vitleysu um þessa frammistöðu á EM2025 svo enginn þurfi að lesa þá vitleysu. ÚFF. #emruv
— Hörður ? (@horduragustsson) July 6, 2025
HVERNIG GETUR LIÐIÐ SPILAÐ 2 LEIKI OG EKKI SKORAÐ EITT HELVÍTIS MARK? Shit ég hef ekki verið svona reiður yfir frammistöðu liðs sem ég held með í mörg ár og ég held með Tottenham #emruv pic.twitter.com/kVonkiXSFd
— Hörður ? (@horduragustsson) July 6, 2025
Ég ætla svosem ekki að vera neitt leiðinlegur en ég þoli ekki þessar Svissnesku stelpur!
— Gummi Ben ????? (@GummiBen) July 6, 2025
Þetta er svo fkn búið. Ef ekkert breytist eftir þetta mót þá þýðir það bara að KSÍ tekur ekki kvennabolta alvarlega. #emruv
— Henrý (@henrythor) July 6, 2025
Það er einn þátttakandi í þessum leik sem er áberandi lélegust og því miður er hún í bláum búning og stýrir leiknum.
— Hilmar Jökull (@HilmarJokull) July 6, 2025
ÞESSI SPÆNSKA ER BARA DJÓK
— Hilmar Jökull (@HilmarJokull) July 6, 2025
Jesús hvað ég á erfitt með að horfa á fótboltaleiki þegar samræmið er sirka ekkert.
Glódís er leiðtoginn en það mætti smella fyrirliðabandinu á Sveindísi bara til að þvinga dómarana til að sýna henni smá virðingu. Það dettur engin ákvörðun henni í hag.
— Björn Már Ólafsson (@bjornmaro) July 6, 2025
Sko, leikstíllinn hjálpar ekkert en Sveindís þvílík vonbrigði á þessu móti. Og 14 mörk í 53 landsleikjum er ekki nógu gott.
— Ingvi Þór Sæmundsson (@ingvithors) July 6, 2025
Hvað nákvæmlega er það við Amöndu Andradóttur sem er þess valdandi að hún fær aldrei séns?
— Benedikt Gretarsson (@bennigretars) July 6, 2025
Er að spyrja í fullri alvöru, veit bara ekki nógu mikið um leikmennina til að vita svarið?
Pólitískur Óli Kristjáns er svo öskrandi meðvitaður um að hann sé mögulega að fara í sætið hjá Steina #EMstofan
— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) July 6, 2025
Sóknarleiksskipulag Íslands samanstendur af innköstum.
— Gaukur Ulfarsson (@gaukur_u) July 6, 2025
Við eigum allavega besta fyrirliða mótsins ????https://t.co/qJ5qXFjJV5
— Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson (@gummi_aa) July 6, 2025
EM 2025 ótrúleg vonbrigði pic.twitter.com/UPnyXXtbde
— Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson (@gummi_aa) July 6, 2025