„Vonbrigði að ná ekki að fá ekki að meira út úr þessu," segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH í Bestu deild karla, eftir 1-1 jafntefli gegn Stjörnunni í kvöld
Lestu um leikinn: FH 1 - 1 Stjarnan
FH byrjaði leikinn betur en Stjarnan vann sig betur inn í leikinn þegar leið á fyrri hálfleikinn og uppskáru mark.
„Við vorum góðir fyrstu 25 mínúturnar og létum boltann ganga. Svo hættum við því og töpum boltanum á stöðu þar sem Stjarnan refsa og þá voru þeir betri það sem eftir lifði hálfleiks. Frábær karakter að við spiluðum betur í seinni hálfleik þar sem allt annað FH lið kom út.
Helgi Mikael Jónasson dæmdi eitt víti á hvort lið undir lok fyrri hálfleiks. Báðir dómararnir eru umdeildir.
„Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur. Ég hef ekki séð hinn dóminn en menn segja það líka hafa verið rangan dóm."
Úlfur Ágúst Björnsson skoraði skrautlegt mark til að jafna leikinn fyrir FH þegar hann tók boltann í fyrsta og sneri hann framhjá Árna Snæ sem var framarlega í marki Stjörnumanna.
„Við vitum það að Árni er framarlega og höfðum rætt það fyrir leik. Úlfur gerði þetta bara frábærlega vel."
Athugasemdir