Napoli hafnaði 47,3 milljón punda tilboði Galatasaray í nígeríska framherjann Victor Osimhen, Sky á Ítalíu greinir frá þessu.
Osimhen var á láni hjá Galatasaray á síðustu leiktíð en tyrkneska félagið bauð Napoli 43 milljónir punda auk 4,3 milljónir punda í aukagreiðslur. Osimhen hefur náð samkomulagi við Galatasaray um þriggja ára samning.
Osimhen var á láni hjá Galatasaray á síðustu leiktíð en tyrkneska félagið bauð Napoli 43 milljónir punda auk 4,3 milljónir punda í aukagreiðslur. Osimhen hefur náð samkomulagi við Galatasaray um þriggja ára samning.
Napoli stendur hins vegar fast á því að samþykkja ekki tilboð í leikmanninn nema það verði 64,5 milljónir punda þar sem það er riftunarákvæðið í samningnum hans.
Al Hilal hefur ennþá áhuga eftir að Osimhen hafnaði sádi arabíska liðinu fyrir HM félagsliða fyrr í sumar.
Þessi 26 ára gamli framherji á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum.
Athugasemdir