Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
   mán 07. júlí 2025 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Icelandair
EM KVK 2025
Sædís Rún Heiðarsdóttir.
Sædís Rún Heiðarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sædís er á sínu fyrsta stórmóti með Íslandi.
Sædís er á sínu fyrsta stórmóti með Íslandi.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þetta er virkilega fúlt og súrt. Ég get ekki sagt annað en það," sagði landsliðskonan Sædís Rún Heiðarsdóttir þegar hún var spurð út í tilfinninguna í gær að falla úr leik á EM.

Ísland hefur tapað báðum leikjum sínum á Evrópumótinu og á ekki lengur möguleika á því að komast áfram.

„Maður er hálf daufur en þetta er bara staðreynd, eitthvað sem við verðum að sætta okkur við. Það er einn leikur eftir og við þurfum að fara í hann til að vinna."

Mikil vonbrigði að ná ekki yfirlýstum markmiðum sem sett voru fyrir mót?

„Já, algjörlega. Maður setur sér markmið til að ná þeim. Stundum falla hlutirnir ekki með þér og það var staðreyndin hjá okkur núna. Við þurfum að nota þetta sem spark í rassinn."

Liðið var komið seint heim á hótel eftir leikinn í gær og þær voru mættar á æfingu í hádeginu. „Ég get alveg staðfest það að ég svaf ekki mikið. Ætli maður reyni ekki að leggja sig eitthvað í dag og safna kröftum fyrir næsta leik. Maður þarf að reyna að leggja gærdaginn til hliðar þar sem það er stutt í næsta leik."

Fyrstu mínúturnar á stórmóti
Sædís hefur komið við sögu í báðum leikjunum til þessa; hennar fyrstu mínútur á stórmóti.

„Ég er virkilega stolt og þakklát að fá að vera hérna og taka þátt í þessu. Það er stórt fyrir mig og eitthvað sem mig hefur dreymt um ótrúlega lengi. Að ná því er jákvætt fyrir mig," sagði Sædís.

Stelpurnar mæta Noregi í lokaleik sínum á mótinu. Verður erfitt að gíra sig upp í það?

„Nei, það finnst mér ekki. Það er alltaf stórt að spila landsleik og hvað þá á stórmóti. Staðan er auðvitað öðruvísi en við höfðum vonast til. Við ætlum að fara inn í þann leik til að vinna, það er bara nýtt markmið," sagði bakvörðurinn efnilegi að lokum.
Athugasemdir
banner
banner