Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 09. ágúst 2018 15:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kalinic til Atletico Madrid (Staðfest)
Kalinic var aðeins í eitt tímabil hjá AC Milan.
Kalinic var aðeins í eitt tímabil hjá AC Milan.
Mynd: Getty Images
Atletico Madrid var að staðfesta kaup á sóknarmanninum Nikola Kalinic fyrir 15 milljónir evra.

Kalinic kemur frá AC Milan þar sem hann stoppaði aðeins í eitt tímabil. Kalinic er 30 ára gamall og gerði 6 mörk í 41 leik fyrir Milan á síðasta tímabili. Þar áður var hann hjá Fiorentina þar sem hann gerði 20 mörk í 42 leikjum tímabilið 2016-17.

Kalinic skrifar undir þriggja ára samning við Atletico.

Hann á 41 landsleik að baki og var í leikmannahópi Króatíu sem fór á heimsmeistaramótið í Rússlandi en var sendur heim eftir fyrsta leikinn gegn Nígeríu.

Kalinic neitaði að láta skipta sér inná þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma vegna bakmeiðsla. Þjálfarinn ákvað að senda hann heim í kjölfarið og náðu liðsfélagar hans að hreppa silfurverðlaun á mótinu.

Hann mun keppa við Diego Costa og Antoine Griezmann um byrjunarliðssæti hjá Atletico. Óvíst er hvort Kevin Gameiro verði áfram hjá Madrídarfélaginu.
Athugasemdir
banner
banner