Samkvæmt breskum fjölmiðlum er Liverpool að íhuga að bjóða 35 milljónir punda í David Brooks, miðjumann Bournemouth.
Þessi 23 ára gamli leikmaður þótti spila vel undir lok tímabils en hann hafði misst af stórum hluta síðasta tímabils vegna meiðsla á ökkla.
Þessi 23 ára gamli leikmaður þótti spila vel undir lok tímabils en hann hafði misst af stórum hluta síðasta tímabils vegna meiðsla á ökkla.
Sagt er að Klopp sé hrifinn af Brooks og vilji fá leikmaninn til Liverpool en Adam Lallana gekk í raðir Brighton frá Liverpool fyrr í sumar.
Brooks kom til Bournemouth á 12 milljónir punda frá Sheffield United fyrir tveimur árum og hefur hann vakið áhuga stórliða með frammistöðu sinni hjá Bournemouth. Hann skoraði sjö mörk í 30 leikjum á sínu fyrsta tímabili hjá félaginu og var tilnefndur sem besti ungi leikmaður deildarinnar tímabilið 2018-2019.
Athugasemdir