Óttar Bjarni Guðmundsson, miðvörður Leiknis, var sáttur eftir 3-2 sigur Leiknis gegn Selfossi í kvöld.
„Við vorum betri í leiknum en fórum fjallabaksleiðina eins og oft áður. Við ætlum að klára leikina sem við eigum eftir af krafti og enda mótið ekki í neinu dufti," sagði Óttar.
Fótbolti.net fékk hann til að spá því hvaða lið færu upp.
„Manni verður flökurt að skoða þetta," sagði Óttar enda spennan í deildinni mikil. Hann spáir þó Haukum og Víkingum upp.
Viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir























