Amorim langt frá því að hætta - Wirtz fundaði með City - Ensk stórlið vilja Rodrygo
   mán 09. september 2024 23:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hljóp inn á völlinn og ræddi við Arda Guler
Mynd: EPA

Arda Guler fékk óvænta heimsókn á völlinn í upphafi seinni hálfleiks í leik Tyrkja gegn Íslendingum ytra í kvöld.


Ungur stuðningsmaður hafði náð að lauma sér inn á völlinn og komst að Guler. Þeir föðmuðust og ræddu saman áður en stuðningsmanninum var fylgt af velli.

Guler lék allan leikinn og lagði upp síðasta mark Kerem Arkturkoglu í 3-1 sigri liðsins en Arkturkoglu skoraði þrennu.

Liðin mætast aftur á Laugardalsvelli þann 14. október.


Athugasemdir