Arda Guler fékk óvænta heimsókn á völlinn í upphafi seinni hálfleiks í leik Tyrkja gegn Íslendingum ytra í kvöld.
Ungur stuðningsmaður hafði náð að lauma sér inn á völlinn og komst að Guler. Þeir föðmuðust og ræddu saman áður en stuðningsmanninum var fylgt af velli.
Guler lék allan leikinn og lagði upp síðasta mark Kerem Arkturkoglu í 3-1 sigri liðsins en Arkturkoglu skoraði þrennu.
Liðin mætast aftur á Laugardalsvelli þann 14. október.
A fan ran onto the pitch to hug Arda Güler and speak to him before the second half of Turkey vs. Iceland. pic.twitter.com/uf2ApI5GeX
— ESPN FC (@ESPNFC) September 9, 2024
Athugasemdir