PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
Ásta Eir: Það væri bara mjög mikill skandall
Elísa Viðars: Maður þekkir þær eins og handarbakið á sér
Adda: Ég held að það hafi meira verið í fjölmiðlum og annað
Dagur í lífi Jasmínar - Fótbolta'ick' og skrautlegur golfhringur
„Ef ekki, þá þurfum við bara sem land að líta inn á við"
Jökull: Það hefur aldrei neitt svoleiðis verið nefnt
Hilmar Árni: Stemningsmaður og hefur gaman af lífinu
Jón Þór: Við vorum klaufar
Túfa: Erum að fara í gegnum mikið mótlæti
Tarik: Væri til að spila við þá í hverjum leik
Arnar Gunnlaugs: Virðist allt stefna í draumaúrslitaleikinn
Haddi: Ef það á að vera gaman að keyra heim, verðum við að vinna
Rúnar Páll: Maður er orðinn góður í því að fara með sömu tugguna
Stubbur: Það væri gaman að vinna þrefalt
Óðinn skoraði í sínum fyrsta leik: Ég hafði alltaf trú á því að ég myndi skora
Rúnar: Ég er drullufúll út í okkur í dag
Óskar Hrafn: Ein besta frammistaða sem ég hef séð Benó eiga í KR treyju
Anton Ari: Hundleiðinlegt að segja þetta en það er dagsatt
Benoný Breki með fernu: Alltaf gaman að fá að taka fótboltann heim
Eyjólfur Héðins: Hafði það ekki á tilfinningunni
   fös 06. september 2024 22:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Logi náði sínu stærsta markmiði - „Þessi draumur var ekki svo raunhæfur"
Icelandair
Orri Steinn Óskarsson og Logi Tómasson í leiknum í kvöld.
Orri Steinn Óskarsson og Logi Tómasson í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er bara mjög góð. Ég er sáttur við að halda hreinu og sáttur við að vinna," sagði Logi Tómasson við Fótbolta.net eftir 2-0 sigur gegn Svartfjallalandi í kvöld.

Logi var að spila sinn fyrsta keppnisleik með íslenska landsliðinu; draumur að rætast.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  0 Svartfjallaland

„Þetta hefur verið draumur. Þessi draumur var ekki svo raunhæfur fyrir nokkrum árum þegar maður var á bekknum á Íslandi. Ég hef tekið mörg skref síðustu tvö, þrjú ár. Þetta sýnir að hver sem er getur komist alla leið ef hann hefur virkilega trú á því og leggur inn vinnuna."

„Ég er stoltur af því að vera kominn með alvöru landsleik, og að hafa unnið leikinn líka."

Það eru ekki mörg ár síðan Logi var lánaður í FH frá Víkingi. Tækifærin voru að skornum skammti. Núna er atvinnumaður í Noregi og landsliðsmaður í þokkabót.

„Ég setti mér markmið fyrir þremur eða fjórum árum að ég ætlaði að komast út og gulrótin er að komast í landsliðið. Hér er maður í landsliðinu og búinn að spila fyrsta keppnisleikinn sem er helvíti gaman. Þetta er sennilega mitt stærsta markmið og ég er búinn að ná því núna," segir Logi.

„Ég vissi alveg að ég hefði þetta í mér. Sölvi, Kári og þessir í Víkingi hjálpuðu mér mikið. Og Arnar náttúrulega."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner